Með persónulegri þjónustu sem er tileinkuð bæði eigendum gististaða og gesta sem koma til okkar þá hefur GreenKey vaxið hratt og orðið leiðandi í umsjón gististaða fyrir eigendur á Íslandi.

Þjónustan er hönnuð með það að markmiði að hagræða og ferla alla þætti gististaðar til að hámarka ánægju gesta, starfsfólks og enginn tími fari til spillis.

Við kappkostum að veita framúrskarandi þjónustu með það að markmiði að auka verðmæti gististaðar og að hámarka hagnað eigenda.

GreenKey er með starfsstöðvar í Reykjavík og á Selfossi þar sem félagið er með tvö starfræk þvottahús og starfsmenn GreenKey eru til staðar allan sólarhringinn, allt árið í kring.

Framkvæmdarstjóri

Davíð Vilmundarsson

Davíð hefur komið að stofnun og rekstri ýmissa fyrirtækja á mörgum sviðum atvinnulífsins. Hann starfaði áður sem kerfisstjóri og hefur yfir 10 ára reynslu á því sviði.

Davíð er lögfræðingur og býr yfir sérþekkingu á sviði leyfismála og rekstri gististaða.

Rekstrarstjóri

Guðmundur Árni Ólafsson

Guðmundur hefur víðtæka reynslu af rekstri gististaða og hafði unnið sem hótelstjóri á yngri árum áður en hann flutti til Danmerkur þar sem hann var í atvinnumennsku í handbolta til 2016, hann var með stofnandi GreenKey árið 2016 og stundar enn handknattleik með Aftureldingu í úrvalsdeild karla.

Verkefnastjóri

Davíð Karl Wiium

Davíð Karl er lögfræðingur og löggiltur fasteignasali.

Hann starfaði um árabil sem sölumaður fasteigna og býr yfir dýrmætri þekkingu á öllu því sem tengist fasteignum, staðsetningu og verðmæti þeirra.