Covid 19 viðbrögð:
Ráð til að bregðast við tímabundnum breyttum aðstæðum

Snertilaus innritun

Nútíma markaðssetning

Blönduð útleiga

Virk verðstýring og tilboð
Reynsla og Þekking
Við höfum margra ára reynslu af ferðaþjónustu og leitumst alltaf við að bæta við okkur þekkingu og gera betur.
Heiðarleiki og Traust
Ánægja viðskiptavina er lykilatriði í góðum rekstri. Við kappkostum að veita okkar viðskiptavinum heiðarlega, góða og trausta þjónustu.
Vönduð Vinnubrögð
Við krefjumst mikils af okkur og okkar samstarfsfólki. Leitumst alltaf við að bæta okkar vinnubrögð og þá ferla sem við tileinkum okkur.
Skýr Stefna
Við höfum alltaf skýra stefnu og erum meðvitaðir um hvaða markmið við höfum persónulega og fyrir okkar viðskiptavinu
Þjónusta
Þjónusta
Verðstýring
Verð geta verið mjög breytileg eftir árstíðum, vikum og dögum. Ekki tapa peningum með lélegri verðstýringu, vertu með dýnamíska verðstýringu sem tekur mið af markaðnum hverju sinni og uppfærist sjálfvirkt eftir því hvernig markaðurinn þróast.
Markaðssetning
Fjölgaðu beinum bókunum með sýnileika á google hotel ads, 7 af hverjum 10 bókunum hjá helstu sölurásum koma í gegnum google leitarniðurstöður. Er hægt að bóka beint í gegnum þína heimasíðu á google hotel ads leitarniðurstöðum eða fara þær allar til stóru risanna?
Sjálfvirkniferlar
Einfaldaðu vinnuna með sjálfvirkum ferlum fyrir eins marga þætti og þú getur. Sjálfvirkir póstar, sjálfsinnritun og margt fleira er hægt að ferla svo að þú sparar mikinn tíma og kostnað í leiðinni.
Bókunarkerfi
GreenKey býður upp á fullbúið og einfalt bókunarkerfi í samstarfi við Origo. Kerfið er fullkomlega aðlagað að íslenskum markaði með tengingar við helstu greiðsluhirða, bókhaldskerfi og hagstofu auk margra annarra tenginga sem gera gistireksturinn mun auðveldari.
Þrif og þvottur
Hreinlæti og þrifnaður er lykilatriði í rekstri gististaða. GreenKey býður upp á alhliða ræsti og þvottaþjónustu fyrir gististaði á höfuðborgarsvæðinu og suðurlandi.
Samskipti
Skjót síma og skilaboðasvörun allan sólarhringinn, allt árið um kring. Okkar starfsfólk talar mörg tungumál og þú færð 100% yfirlit yfir alla tölfræði á samskiptum sem eiga sér stað.
Umsagnir
"GreenKey og GreenKey channels hefur gjörbreytt okkar rekstri þegar kemur að ferlum og óþarfa handavinnu. Kerfið þeirra og þeir ferlar sem GreenKey hefur þróað hafa reynst okkur mjög vel og sparað okkur umtalsverðan tíma og fjármuni. Þjónustan þeirra hefur verið framúrskarandi, þeir eru alltaf til taks ef á þarf að halda og leggja sig fram við að veita okkur sem bestu þjónustu. Maður finnur að það skiptir þá máli að rekstur viðskiptavina þeirra vaxi og gangi vel."
— Brimnes – Finnur Þór, Hótelstjóri
GreenKey hafa unnið með okkur í Gesthúsum á Selfossi nokkur ár og hafa gert reksturinn mun hagkvæmari og einfaldari og þar af leiðandi skapað mikil verðmæti fyrir okkur frá því samstarfið hófst. Við höfum notað margar af þeirra þjónustuleiðum og munum tvímælalaust halda áfram okkar samstarfi um ókomna tíð. Sérstaklega núna þegar hagræðing er sem mikilvægust án þess að það bitni á þjónustu Gesthúsa
— Gesthús – Lísa, Framkvæmdastjóri
Við höfum unnið með GreenKey í nokkur ár og hefur okkar samstarf gengið mjög vel. Fagleg, heiðarleg og persónuleg þjónust
— Thorsplan Luxury Apartment – Birna, Eigandi
"Við höfum unnið með GreenKey í nokkurn tíma.Okkar samstarf hefur gengið mjög vel og Guðmundur og félagar hafa reynst okkur afar vel í okkar rekstri.Við getum heilshugar mælt með Greenkey og þeirri þjónustu sem þeir veita."
— Ok Studios – Hulda, Eigandi
Helstu verkefni








Um okkur
Með persónulegri þjónustu sem er tileinkuð bæði eigendum gististaða og gesta sem koma til okkar þá hefur GreenKey vaxið hratt og orðið leiðandi í umsjón gististaða fyrir eigendur á Íslandi.

Framkvæmdastjóri
Davíð Vilmundarson
Davíð hefur komið að stofnun og rekstri ýmissa fyrirtækja á mörgum sviðum atvinnulífsins. Hann starfaði áður sem kerfisstjóri og hefur yfir 10 ára reynslu á því sviði.
Davíð er með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og býr yfir sérþekkingu á sviði leyfismála og rekstri gististaða.

Rekstrarstjóri
Guðmundur Árni Ólafsson
Guðmundur hefur víðtæka reynslu af rekstri gististaða og hafði unnið sem hótelstjóri á yngri árum áður en hann flutti til Danmerkur þar sem hann var í atvinnumennsku í handbolta til 2016, hann var með stofnandi GreenKey árið 2016 og stundar enn handknattleik með Aftureldingu í úrvalsdeild karla.

Verkefnastjóri
Davíð Karl Wiium
Davíð Karl er með BA gráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar nám til löggildingar fasteigna- og skipasala.
Hann starfaði um árabil sem sölumaður fasteigna og býr yfir dýrmætri þekkingu á öllu því sem tengist fasteignum, staðsetningu og verðmæti þeirra.