GreenKey býður uppá fjölbreyttar lausnir fyrir aðila með íbúðir í skammtímaleigu ásamt því að þjónusta gistiheimili og hótel í Reykjavík og á suðurlandi. GreenKey er með yfir 200 íbúðir í þjónustu ásamt gistiheimilum og hótelum. Ef þú ert með einhverjar spurningar þá skaltu ekki hika við að hafa samband!

GreenKey býr yfir sértækri reynslu
Við erum sérfræðingar þegar kemur að rekstri og umsýslu hótela og gistiheimila. Við köfum ofan í reksturinn og hefjumst handa við að ferla og einfalda reksturinn með það að sjónarmiði að auka þjónustu, verðmæti og skera niður óþarfa kostnað. Með tæknina og þekkingu að vopni getum við tekist á við öll verkefni með góðum árangri. Teymi fagmanna sér um allt frá þrifum til tæknimála og sér til þess að þinn gististaður blómstrar
í öruggum höndum hjá GreenKey.

Við þjónustum íbúðir af öllum stærðum og gerðum. Að búa til verðmætt vörumerki úr íbúðaðarklösum er einn af okkar helstu styrkleikum. Við erum til staðar fyrir okkar gesti allan sólarhringinn.

GreenKey býður upp á alhliða rekstrarþjónustu fyrir íbúðir í skammtíma og langtímaleigu. Við þjónustum íbúðir af öllum stærðum og gerðum. Með nýjustu tækni og lausnum í ferðaþjónustu einföldum við þér útleiguna og hámörkum innkomu. Við erum til staðar fyrir okkar gesti allan sólarhringinn.

Við erum sérfræðingar í útleigu sumarhúsa og vitum hvað þarf að gera til þess að byggja upp góðan og arðbæran rekstur í sveitinni. Ef markmiðið er að nýta sumarhúsið samhliða útleigu þá sjá kerfin okkar um að skipuleggja það
svo að útleiga og einkanot fari saman án vandræða. Við bjóðum upp á umsýslu af eitthverju tagi um allt land en alhliða umsjón á sumarhúsum er í boði á Suðurlandi. Það mun koma þér á óvart hversu einfalt það er að leigja út húsið svo leigutekjur borgi allan rekstrarkostnað með litlu umstangi.

Síma og þjónustver okkar er opið allan sólarhringinn allt árið um kring til þess að aðstoða þína gesti á augabragði án vandræða. Starfsfólk okkar svarar símtölum og fyrirspurnum um leið og þau berast til þess að veita gestum sem bestu mögulegu þjónustu. Símaverið okkar er í beinu sambandi við vakthafandi starfsmann okkar til þess að þau mál sem ekki þola bið verði leyst á augabragði. Frábær þjónusta á mjög samkeppnishæfu verði.

Okkar áreiðanlega fólk sér til þess að allar okkar eignir eru þrifnir eftir þeim kröfum sem til þeirra eru gerðar. Starfsfólk okkar fer í gegnum ferlaða þjálfun því við vitum að hreinlæti er bakbein rekstrar gististaða. Allur þvottur er þrifinn eftir viðurkenndum aðferðum í þvottahúsinu okkar á Skólavörðustíg eða á
Selfossi.