BELLA HÓTEL, SELFOSSI

Að ósk eiganda skoðuðum við hótelið og hvaða möguleikar til endurbóta væru í boði. Í því fólst að við skoðuðum reksturinn eins og hann hafði verið fram að þessu og fundum leiðir til að bæta hann. Við settum upp sjálfvirkar innritunarleiðir og þannig náðist að einfalda innritunarferlið sem jók ánægju gesta og minnkaði viðveru starfsmanna.

Hótelið býður upp á morgunmat fyrir gesti sína og við skoðuðum hvernig hægt væri að hagræða honum án aukins tilkostnaðar fyrir eiganda. Hann fékk rekstraraðila að morgunverðarsalnum þar sem gestir hafa aðgang að mat og kaffi án þess að eigandi þyrfti að fara út í frekari útgjöld þar að lútandi. Auk þess komum við upp þvottaaðstöðu fyrir hótelið í starfsstöðvum okkar á Selfossi.

Með þessu náðist að auka hagkvæmni, reksturinn hefur farið stigvaxandi, nýting á húsnæðinu varð mun betri, afkoman jókst til muna og upplifun gesta hefur verið afar jákvæð.

BERG APARTMENTS, REYKJAVÍK

Eignin var áður í langtímaleigu og losnaði með mjög skömmum fyrirvara. Þar hafði verið rekstur sem eigandi eignarinnar kom ekki að og því þurfti hann að taka íbúðirnar í gegn á sem stystum tíma til að geta komið þeim í gott stand og útleigu sem fyrst. Um er að ræða fimm íbúðir í sama húsi, eða nokkurs konar íbúðahótel.

Eigandi hafði samband við okkur og við gengum rösklega til verks. Við aðstoðuðum hann við þær endurbætur sem þurfti að gera á húsnæðinu, tókum síðan myndir og skráðum íbúðirnar á bókunarsíður. Allt gekk þetta eins og í sögu og fór eigandi að fá tekjur af rekstrinum mjög fljótlega eftir að hann réði okkur til að gera úrbætur.

Reksturinn er á mikilli siglingu og nýting gistingar hefur aukist um 90% frá því við tókum við verkefninu snemma á þessu ári. Umsagnir gesta hafa verið mjög jákvæðar og framtíð Berg Apartments lítur vel út.

VINTAGE HOTEL APARTMENTS, REYKJAVÍK

Vintage Hotel Apartments er glæsileg eign í okkar umsjá. Eigendur fengu hótelið á langtímaleigu frá öðrum rekstraraðila og vildu setja nýtt nafn á það, búa til nýtt vörumerki og koma rekstrinum í gang á sem stystum tíma en um leið faglega og vanda vel til verks.

Við aðstoðuðum eigendur við allt endurnýjunarferlið frá byrjun. Við útbjuggum meðal annars sjálfvirkt innritunarferli þar sem gestir gætu innritað sig fljótt og vel og án vandkvæða. Við fórum yfir skipulag herbergja í samvinnu við innanhússarkitekta og komum að vali innanstokksmuna. Við tókum myndir af eigninni og útbjuggum heimasíðu. Einnig stóðum við að allri markaðssetningu.

Þetta allt náðist að gera fljótt og vel og alveg frá því við hófum starfsemi Vintage Hotel Apartments í samvinnu við eigendur hefur nýting á gistirými verið mjög góð. Tekjur hafa verið miklar frá því hótelið opnaði eftir endurbæturnar og reksturinn er í stöðugum uppgangi. Umsagnir gesta sýna að upplifun þeirra hefur verið mjög jákvæð og hótelið er nú þegar búið að skipa sér sess meðal vinælustu hótela miðbæjarins.