Við hjá GreenKey vitum að upplifun gestsins skiptir öllu máli, og því leggjum við mikla áherslu á háa gæðastaðla í öllum þrifum.
Starfsfólk okkar er vel þjálfað og reynslumikið, og getur tekist á við verkefni af öllum stærðum og gerðum – hvort sem um er að ræða dagleg þrif, dýpri hreingerningar eða sérverkefni.
GreenKey rekur einnig eigið iðnaðarþvottahús, Þvottahúsið, sem sér um þvott á líni, handklæðum og öðrum textílvörum fyrir hótel, gististaði og fyrirtæki.
Þvottahúsið býður bæði upp á heildarlausnir með línleigu eða sjálfstæða þvottaþjónustu fyrir þá sem vilja einungis senda sitt eigið lín.
Þannig tryggjum við stöðug gæði, hreinleika og skilvirkni í allri þjónustu sem tengist þrifum og þvotti.
Við bjóðum upp á stök þrif og þvott á hagstæðu verði – sendu okkur fyrirspurn og við svörum þér um hæl.