Útleiga á Airbnb – 10 atriði til þess að hafa í huga áður en maður fer af stað

Útleiga á Airbnb – 10 atriði til þess að hafa í huga áður en maður fer af stað

 

Útleiga á Airbnb – Nokkur atriði til að hafa í huga

 

Útleiga á Airbnb

Átt þú auka íbúð sem þú vilt þéna smá pening á? Eða áttu auka herbergi sem þú getur leigt út? Sagði vinur þinn þér kannski frá því hvað hann væri að þéna mikið á því að leigja út á Airbnb og þig langar að gera það sama? Sama hver staða eða áætlun þú hefur að þá eru nokkur atriði sem ber að hafa í huga áður en maður leigir út á Airbnb. Útleiga á Airbnb er flóknari en maður heldur!

1) Markmið og væntingarÚtleiga á Airbnb

Nær allir sem fara á Airbnb gera það til þess að fá auka tekjur. En hvert er þitt markmið? Viltu fá smá aukatekjur eða miklar aukatekjur, eða jafnvel full laun? Eða viltu búa til fyrirtæki sem er með nokkrar íbúðir og fá mjög miklar tekjur inn? Markmið þín verða taka mið af þessu og mikilvægt er að taka alla þætti inn í formúluna eins og t.d. tíma, fjármagn og áhættu. Því er mjög mismunandi að þessu leyti á hvaða forsendum fólk skráir eignir sínar á Airbnb.

Góð leið til að setja þín markmið er að meta hvernig gestgjafi þú vilt verða.

2) Persónulegt öryggi

Þegar þú ert gestgjafi á Airbnb ertu bókstaflega að bjóða ókunnugu fólki inn á heimilið þitt. Ef þú ert að leigja út herbergi í íbúðinni verðuru að gera þér grein fyrir því að ókunnugt fólk er inni á þínu heimili, mögulega á meðan þú ert þar.  Ef sú hugmynd lætur þér líða óþægilega þarftu að vega og meta hvort þú viljir verða gestgjafi á Airbnb. Sé það ekki mögulegt að hafa ókunnuga á þínu heimili,  þá er eina leiðin að leigja út heila eign í staðinn. Líður þér vel að vera í samskiptum og taka á móti ókunnugu fólki?

3) TímiÚtleiga á Airbnb

Að skrá og reka Airbnb reikning getur tekið mun meiri tíma en þér dettur í hug, sérstaklega í byrjun. Þrátt fyrir að með reynslunni veistu hvernig hlutirnir virka að þá geturu alltaf búist við neyðartilfellum og þar af leiðandi þarftu að vera til staðar fyrir gestina. Hefuru þann tíma og sveigjanleika sem þarf til að ná árangri á Airbnb? Ef þú hefur það ekki, en vilt skrá þína eign á Airbnb getur GreenKey tekið að sér heildarþjónustu fyrir þig og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu. Útleiga á Airbnb er tímafrekt ferli!

4) Skráning og lýsing á íbúð

Hvað gerir eignina þína einstaka eða öðruvísi en aðrar? Hvers vegna ætti gestur að skoða eignina þína og bóka hana frekar en aðrar? Þegar þú gerir lýsingu á eigninni verður hún að vera sannfærandi og gerir hana að álitlegri kosti en aðrar svipaðar íbúðir.  Þetta þýðir allt frá því að vera með góðar ljósmyndir, lýsingu á eigninni og hlutir sem gera hana einstaka til þess hvernig þú verðleggur eignina. Það getur tekið nokkurn tíma og tilraunir til að ná fullkomnum tökum á þessum þáttum. Ert þú tilbúinn til þess að setja tíma og orku í það að hafa þessa hluti á hreinu?

5) Samskipti við leigusala

Ef þú átt ekki eignina sem þú leigir út á Airbnb er nauðsynlegt að þú fáir leyfi þíns leigusala áður. Sumir ákveða að leigja út á bakvið sína leigusala en við mælum eindregið með því að gera það alls ekki!  Ertu tilbúinn til þess að setjast niður með þínum leigusala, ræða áætlanir þínar um að leigja íbúðina út á Airbnb og biðja hann um leyfi til þess?

6) Samskipti við nágranna

Útleiga á Airbnb

Nánast hvar sem þú ert að leigja út ertu einhversstaðar með nágranna. Gott er að ræða við nágrannana og láta þá vita að þú sért að fara að leigja út á Airbnb, og þá helst ef þú ert með eign í fjölbýli. Þó nágrannarnir hafi ekkert vald yfir því hvað þú gerir við þína íbúð er oftast betra að láta þá vita. Þú verður að vera viss um að vera tilbúinn að meðhöndla mögulegar kvartanir frá nágrannanum vegna útleigu þinnar á Airbnb. Hvernig myndir þú meðhöndla reiða nágranna? Útleiga á Airbnb getur uppskorið reiða nágranna.

7) Áhætta og ábyrgð

Nokkrir áhættuþættir eru til staðar þegar þú byrjar að vera gestgjafi á Airbnb. Þó að þjófnaður sé afar fátíður er aftur á móti smá áhætta til staðar að einhverju gæti verið stolið. Þú gætir ómeðvitað leigt rangri manneskju eignina sem ákveður að stela einhverju í henni. Þess ber þó að geta að hægt er að sigta út gesti sem vilja bóka þína eign og skoða hvernig einkunnargjöf þeir hafa fengið sem gestir annarsstaðar. Fleiri áhættur eru til staðar eins og t.d. ef gestur slasast, þeir eyðileggja eign nágrannans, eða jafnvel lenda í rifrildi við nágranna. Eins og áður nefnt, ber þess þó að geta að afar ólíklegt er að svona tilvik komi upp.

Tryggingamiðstöðin er nýlega farin að bjóða upp á tryggingar fyrir þá sem eru með eignir skráðar í heimagistingu. Slík trygging á vel við hæfi í svona tilvikum og mælum við eindregið með að gestgjafar fái sér slíka tryggingu áður en fyrstu gestir koma.

8) Verðstýring

Verðstýring snýst ekki um að ákveða annarsvegar verð yfir vikudaga og hinsvegar helgarverð á nótt, nema þú viljir missa af peningum. Að verðstýra eign tekur tíma að ná tökum á. Aftur á móti er hægt að nota verðstýringakerfi Airbnb sem hjálpar til að verðleggja eignina miðað við framboð og eftirspurn, þó sumir kjósi að nota það ekki. Ert þú tilbúinn í að skoða verð samkeppnisaðila og vita hvenær viðburðir eiga sér stað til þess að hámarka þinn gróða?

Útleiga á Airbnb9) Lög og markaður

Ef þú vilt ná árangri á Airbnb sem gestgjafi verðuru síendurtekið að aðlaga þína eign að breyttum markaðsforsendum, smekk gesta og nýjum lögum. Nú eftir áramót komu t.d. ný lög um heimagistingu og rekstrarleyfi. Ertu tilbúinn til þess að fylgjast með þessum atriðum á meðan þú leigir út?

10) Truflun á daglegu lífi

Með öll þessi áðurnefnd atriði má búast við því að vera gestgjafi taki tíma úr þínu lífi á einn eða annan hátt. Sérstaklega ef þú ert með eina eign og notast ekki við þriðja aðila til þess að taka á móti gestum, þrífa, vera í samskiptum við gesti, sinna eftirliti og svo framvegis. Ef þú ætlar að ná árangri á Airbnb einn þíns liðs verðuru að vera tilbúinn til þess að eyða töluverðum tíma í það. Ertu tilbúinn í það?

 

Með þessi atriði í huga ættiru að vita betur hvernig útleiga á Airbnb virkar áður en þú ferð af stað. Láttu GreenKey hjálpa þér með ferlið! Smelltu hér til að sjá möguleikana sem eru í boði hjá okkur.

No Comments

Post A Comment