Fáðu fleiri bókanir á Airbnb

Fáðu fleiri bókanir á Airbnb

 

Fáðu fleiri bókarnir á Airbnb með því að fylgja eftirfarandi atriðum!

 

 

 Fleiri bókanir á Airbnb:

 

 

1.Sýndu gestum hvernig þeir geta notið dvalarinnar í íbúðinni

Fólk á stundum erfitt með að ímynda sér hvernig það getur haft það notalegt í íbúðinni þinni. Því er gott að sýna þeim á ákveðinn hátt hvernig það getur gert það. Til dæmis er hægt að hafa matreiðslubók í eldhúsinu, eða hafa góða skáldsögu á náttborðinu.

 

2. Sýndu persónuleika, ekki persónulega hlutiBókanir á Airbnb

Það er mikill munur á að sýna persónuleika í hönnun og að fylla rýmið af persónulegum hlutum. Ef að rýmið er ætlað gesti að þá eru margar myndir af fjölskyldunni þinni eða hundinum þínum ekki æskilegar. Gestinum gæti þótt það óþægilegt, þannig að gott er að hafa hóflega mikið af þannig myndum og frekar hafa t.d. listaverk eða listmuni frá næsta umhverfi eða kaupa fallega hluti sem skapa notalegt andrúmsloft í íbúðinni. Þetta er ein mikilvægasta leiðin til að fá fleiri bókanir á Airbnb.

 

3. Lærðu af baðherbergjum á hótelum og gerðu enn betur

Öllum gestum líkar við hreint baðherbergi – líkt og tíðkast á góðum hótelum. Hreinsaðu hillur af hreinlætisvörum og settu aðrar í staðinn sem eru með fallegum umbúðum. Gestum líður ekki jafn vel ef baðherbergið er fullt af allskonar hreinlætisvörum. Hafðu aftur á móti hreinlætisvörur sem þú myndi vilja fá á hótelbaðherbergi –  t.d. handsápu og sjámpó. Jafnframt er gott að hafa nóg af handklæðum fyrir gestina.

 

best_airbnb_cities_-_home_decorating_ideas_-_Edinburgh_Scotland__modern_classic_-_good_housekeeping_uk__large4. Vertu með stóran spegil í íbúðinni

Stórir speglar geta látið rýmið virka stærra og þeir hreinlega líta vel út í nánast hverju herbergi! Ef þú setur spegið við glugga færðu líka meiri birtu í rýmið og virkar oft eins og auka gluggi.

 

5. Settu áhugaverðan hlut í íbúðina

Fólk á Airbnb skimar oft í gegnum margar íbúðir áður en það bókar gistingu, þannig að mikilvægt er að láta þína íbúð standa upp úr. Vertu hugmyndarík/ur og finndu eitthvað sem gæti gert íbúðina þína áhugaverðari en aðrar!

 

6. Reyndu að hafa stól eða bekk í svefnherbergjum

Það kann að vera yfirþyrmandi að setja inn of mikið af húsgögnum, en ef það er möguleiki á að setja stól eða bekk í svefnherbergið veitir það gestunum aukin þægindi. Ef þú ert með stúdíóíbúð er þetta auðvitað óþarfi.

 

7. Skreyttu íbúðina14639652_371157219883437_5000019667559179211_n

Fáir vilja vera í hrárri íbúð með engum skreytingum eða blómum. Einn vasi með blómum, fallegt kúnstverk eða kertastjaki getur lífgað upp á rýmið til muna.

 

8. Ekki gleyma ytra umhverfi

Ekki gleyma ytra umhverfi. Garðurinn þinn og aðkoman að húsinu skiptir töluverðu máli þegar gestir skoða myndir af eigninni þinni. Vertu viss um að það sé snyrtilegt á þeim stöðum. Þegar gestir skoða svalir og garða er gott að hafa stóla á myndunum þannig þeir geta verið vissir um að geta sest út og slakað á þar þegar þeir koma í íbúðina. Dyramotta gæti jafnframt gefið flottara yfirbragð og lætur gestina líða eins og þeir séu velkomnir í þína íbúð.

 

reykjavik-xlarge9. Hjálpaðu gestinum að skipuleggja ferðina sína

Hvað er gesturinn þinn að fara að gera á meðan hann dvelur í íbúðinni þinni? Spurðu hvað hann sé að fara að gera og hjálpaðu honum að skipuleggja ferðina sína.

 

10. Segðu gestinum frá þínum uppáhalds stöðum

Margir sem dvelja í Airbnb íbúðum vilja skoða nánasta umhverfi eins og til dæmis að fara í ferðir, borða á veitingastöðum eða skoða söfn. Þú getur mælt með góðum stöðum fyrir þinn gest og þannig gert hans upplifun betri af dvölinni í þinni íbúð.

 

Þessi atriði ættu að geta hjálpað þér við að fá fleiri bókanir á Airbnb!

No Comments

Post A Comment