fbpx

Aðgengilegt mælaborð gististaðarins

Þú getur fylgst með öllu því sem máli skiptir í rekstrinum á einfaldan og aðgengilegan hátt. Nákvæmt yfirlit yfir daglegan rekstur og það sem máli skiptir

Allar bókanir, afbókanir og breytingar í vefstreymi (live feed).

Brottfarir og komur dagsins í rauntíma.

Nýting, velta og uppruni bókanna síðustu 28 daga.


Dagatal

Fullkominn yfirsýn yfir bókanir dagsins í dag og nánustu framtíð.

 

Framboð og verðstýring

Stýrðu framboði og verði gistirýma á einum stað á einfaldan og hraðvirkan hátt. Virk verðstýring er mikilvægur hluti af daglegum rekstri ef þú villt skara frammúr.

 


Extras

Sala á aukahlutum eða aukin áhersla á það sem nú þegar er innifalið í gistingu er góð leið til þess að auka tekjur og bæta upplifun gesta.

 

Sölureikningur

Faglega uppsettur sölureikningur myndast í Greenkey Channels sem er einfalt að meðhöndla og vinna með. Sparar tíma og fyrirhöfn.

 


Skýrslur

Allar helstu skýrslur sem gististaður þarf að hafa eru aðgengilegar og einfaldar. Yfirsýn yfir rekstur er mikilvægur og að skýrslur séu auðlesnar og aðgengilegar skiptir sköpum. Þú getur fengið skýrslunar sendar eftir hentugleika í tölvupósti eða nálgast þær beint í GreenKey Channels.

 

Viðskiptamannagrunnur

Það er einfalt að halda vel utan um gesta- og fyrirtækjaupplýsingar í Greenkey Channels.

Kerfið leitar alltaf að þeim sem hafa verið stofnaðir áður þegar bókun fer í gang og grunnurinn hjálpar þér að skoða viðskiptasöguna og deila henni með viðkomandi án þess að þurfa að kalla til utanaðkomandi kerfi til verksins.

Svo sérðu líka sögu samskiptanna aftur í tímann, hvenær þú sendir yfirlit og annað slíkt fyrir hvern og einn.


Tilboð

Það er auðvelt að setja upp alls kyns tilboð og afsláttakóða í kerfinu til að laða að gesti hvort sem er vegna sérstakra viðburða eða þegar það er búist við rólegra tímabili en vanalega. Eins er hægt að setja upp sérstök hlunnindi fyrir að bóka beint.

 • Afsláttarkóðar (falin tilboð).
 • Tilboð sem birtist með öðrum verðum (ekki afsláttarkóða)
 • Gefðu “Welcome Gift” fyrir að bóka beint

Tungumál

Greenkey Channels talar 11 tungumál fyrir notendur kerfisins. Efni til neytenda er hægt að hafa á 7 tungumálum.

Þú velur grunnmynt rekstursins til grundvallar en Cover umreiknar svo á tugi aðra gjaldmiðla miðað við gengi Evrópska Seðlabankans


Sjálfvirkni

Láttu kerfið sjá um að sjálfvirknivæða innanhúss mannfreka ferla sem áður kröfðust mikillar einbeitingar og buðu upp á mannleg mistök. Eins er hægt að auka tekjurnar með tilboðum og virkri markaðssetningu.

 • Rukkun á allar bókanir
 • Innheimta fyrir bókanir án gildra kreditkorta
 • Sérsniðin samskipti útfrá þínum forsendum, t.d. herbergistegund, uppruna bókunar eða komudegi
 • Tilboð á barnum í sms-skilaboði
 • Og fleira

History / rekjanleiki

Með Cover er auðvelt að skoða nánast allt sem gerist í húsinu og í staðinn fyrir að skoða einhverja skýrslu um allt húsið, einbeitir kerfið sér að því að rekja allt innan bókunarinnar sem um ræðir.

Þú hefur innan hverrar bókunar upplýsingar um hver gerði hvað og hvenær. Þú getur þá hoppað beint í að spyrja “af hverju?” ef það er ekki augljóst á gögnunum.


Ótakmarkaður fjöldi herbergja og notenda

Þú ræður hversu mörgum notendum þú gefur aðgang að kerfinu og undir hvaða formerkjum. Allir með eigin aðgangi án þess að þú borgir krónu meira í kostnað.

Sjálfvirkir tölvupóstar

 • Staðfestingarpóstar
 • „Pre & post stay“ póstar
 • Þinn póstur, þitt útlit