Ljósmyndir á Airbnb

Ljósmyndir á Airbnb


Ljósmyndir á Airbnb

 

Ljósmyndir á Airbnb

Fyrstu kynni mögulegra gesta í íbúðinni eða herberginu sem þú ert að leigja út er í gegnum ljósmyndir. Þess vegna skiptir miklu máli að vanda vel til verka og hafa réttan búnað þegar teknar eru ljósmyndir af eigninni. Hægt er að gera allt þetta sjálfur með réttum búnað eða fá fagmann í verkið eins og frá GreenKey til að vera með góðar ljósmyndir á Airbnb. Í byrjendapökkum okkar bjóðum við nefnilega upp á ljósmyndun ásamt fleiri þáttum til þess að koma okkar viðskiptavinum af stað á Airbnb.

 

 

Áður en þú myndar 

1Vertu viss um að vera með réttan búnað. Snjallsími er ekki besta tækið ef þú villt hágæða ljósmyndir á Airbnb, en þó er engin nauðsyn að vera með allra bestu ljósmyndagræjurnar. Gott er að notast við stafræna myndavél með víðlinsu og þrífót þegar teknar eru myndir inni í húsum.

Passaðu upp á að eignin sé hrein. Athugaðu einnig vel áður en þú tekur myndir að þú sért ekki með hluti sem trufla eins og barnadót, segla á ísskáp, eða dagblöð. Hlutir eins og blóm í vasa geta búið til ferskan blæ yfir ljósmyndinni.

 

Á meðan þú myndar

Notaðu eins mikið ljós utanfrá og mögulegt er. Dragðu gardínunar alveg upp og kveiktu á öllum mögulegum ljósum í rýminu til að fá birtu í það. Reyndu jafnframt að nota eins lítinn ljósabúnað og mögulegt er því þá geta komið skuggar og endurköst í myndina. Ákjósanlegra er að treysta á myndavélina og setja réttar stillingar á. Best er að taka myndir þegar það er bjart úti, helst sólskin. Séu teknar myndir í rigningu eða að kvöldi til eru myndirnar mun dekkri og ekki jafn aðlaðandi. Fyrir myndir utandyra getur verið betra að taka þær þegar það er skýjað því sólin getur varpað skugga á ákveðin svæði eignarinnar. Stundum á það þó ekki við og þá er gott að taka myndir í sólskini.

Notaðu bestu vinkla og samsetningu
Besta leiðin til að sýna herbergi er að taka myndir úr horni þess, eða frá hurðinni sem gengið er inn til að sýna eins mikið rými og mögulegt er. Það gerir það að verkum að rýmið sést í raunstærð og gefur því meiri dýpt en úr öðrum sjónarhornum. Gestir sem sjá slíkar myndir fá jafnframt betri yfirsýn yfir íbúðina. Gott er að komast hjá því að hafa súlur eða víra sem eru fyrir viðfangsefninu eða trufla myndina.

Ekki láta íbúðina líta úr fyrir að vera eitthvað sem hún er ekki
Þegar þú tekur myndir viltu láta íbúðina líta eins vel út og mögulegt er, en passaðu þig aftur á móti á því að villa ekki um fyrir mögulegum leigjendum.  Til dæmis ef það er kaffivél, eða önnur áhöld og tæki á myndunum sem gestirnir sjá, en eru hvergi sjáanleg þegar þeir koma á staðinn.

Taktu mikið af myndum
Stafrænar myndavélar gefa þér það frelsi að taka eins mikið af myndum og þú vilt. Þannig er gott að taka myndir úr mismunandi vinklum með mismunandi stillingum. Þegar þú ferð yfir myndirnar sérðu hvaða myndir endurspegla íbúðina þína á sem bestan hátt.

 

Eftir að þú hefur myndað1 

Lífgaðu upp á myndirnar
Eftir að þú ert búinn að velja bestu myndirnar sem þú tókst sérðu mögulega að sumar þeirra þarfnast smá upplífgun. Myndin gæti t.d. verið of dökk miðað við raunveruleikann og því er hægt að nota hin ýmsu ljósmyndaforrit til að bæta úr því eins og t.d. Adobe Lightroom.

Láttu myndirnar samsvara lýsingu á íbúðinni
Hafðu myndirnar nýlegar og samsvara því sem íbúðin býður upp á í raun og veru. Lýstu svo íbúðinni á Airbnb með myndirnar að leiðarljósi og þá fá gestirnir enn betri hugmynd um það sem boðið er upp á í þinni eign.

 

Ef þú hefur þessi ofantalin atriði í huga þegar þú myndar þina íbúð ættiru að geta verið með góðar ljósmyndir á Airbnb!

 

 

No Comments

Post A Comment