Leyfi á Airbnb

Leyfi á Airbnb

Leyfi á Airbnb

 

 

Leyfi á Airbnb: Þau leyfi sem til þurfa á Airbnb og öðrum sambærilegum sölurásum, svo gisting sé seld á löglegan hátt, eru annaðhvort heimagistingarskráning eða rekstrarleyfi. Munurinn á heimagistingu og rekstrarleyfi er að heimagistingin er einföld skráning á meðan rekstrarleyfið er lengra og flóknara ferli. Nánar um heimagistingu og rekstrarleyfi má lesa hér að neðan.

 

leyfi á airbnb

 

Heimagisting

Þeir sem ætla að skrá eign í heimagistingu gera það á www.heimagisting.is. Einstaklingum (ekki lögaðilum) er heimilt að skrá heimagistingu á fastegin þar sem þeir eru með skráð lögheimili eða í annarri fasteign sem þeir hafa til persónulegra nota og er í þeirra eigu.

Það kostar 8.560 krónur að skrá heimagistingu og gildir skráningin út almanaksárið. Því þarf að endurnýja skráningu á hverju ár ef ætlunin er að halda starfsemi áfram. Heimilt er að leigja út 90 nætur á ári hverju, eða þéna allt að tveimur milljónum króna.

Skráning heimagistingar er bundin við einstaklinga. Vilji félag stunda gistirekstur þarf að sækja um hefðbundið rekstrarleyfi. Skráning eignar í heimagistingu hefur engin áhrif á fasteignagjöld, heldur einungis ef sótt er um rekstrarleyfi. Tekjur einstaklinga af útleigu sem fellur undir heimagistingu teljast vera fjármagnstekjur og eru skattlagðar á sama hátt og aðrar slíkar tekjur, sem er 20% fyrir árið 2018 og 22% árið 2019. Ekki þarf að greiða gistináttaskatt af heimagistingu.

Sé íbúð í fjölbýlishúsi þarf ekki leyfi frá nágrönnum til að stunda heimagistingu. Ef þú ert leigjandi með lögheimili í eigninni þarftu að sjá til þess að það sé ekki brot á leigusamning að áframleigja eignina.

 

leyfi á airbnb

 

Rekstrarleyfi

Til þess að fá rekstarleyfi á sölu gistingar þarf hin ýmsu leyfi og uppfylla þarf fleiri skilyrði en í heimagistingu. Sína þarf fram á vottorð hjá sýslumanni þar sem eftirfarandi atriði eru staðfest hjá viðeigandi stofnunum. Eftirfarandi atriði þarf að sína fram á:

  1. Hafa búsetu á Íslandi.
  2. Vera lögráða og hafa náð a.m.k. 20 ára aldri á umsóknardegi.
  3. Hafa forræði á búi sínu.
  4. Vera búinn að tilkynna atvinnurekstur til skráningar hjá ríkisskattstjóra.
  5. Hafa ekki verið sviptur leyfi til rekstrar gististaðar, veitingastaðar eða áfengisveitinga á síðustu fimm árum frá umsókn.
  6. Skulda ekki skatta, opinber gjöld eða iðgjöld í lífeyrissjóð sem nema samanlagt hærri upphæð en 1.000.000 kr.
  7. Hafa ekki á síðustu fimm árum gerst sekur um háttsemi sem varðar við almenn hegningarlög, lög um ávana- og fíkniefni, lög um hlutafélög, lög um einkahlutafélög, lög um bókhald, lög um ársreikninga, lög um tekjuskatt, lög um virðisaukaskatt, lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, lög um tryggingagjald né lög þessi sem og reglur settar samkvæmt tilgreindum lögum

 

Nánari upplýsingar má finna á vef sýslumanns.

GreenKey getur aðstoðað þig í gegnum allt ferlið í sambandi við heimagistingu, rekstrarleyfi og veitt almenna ráðgjöf um skammtímaleigu. Einnig er hægt að fá svör við spurningum sem gætu komið upp inn á bjuro.is

 

 

homeaway-2
580b57fcd9996e24bc43c513
TripAdvisor_logoLOGO-BOOKING.COM-MYHOTEL

 

 

Við vonum að þú hafir fengið svör við spurningum hvað varðar leyfi á Airbnb. Hafðu samband á info@greenkey.is eða í síma 519-8989 fyrir nánari upplýsingar!

 

No Comments

Post A Comment