GreenKey – Airbnb Þjónusta

GreenKey – Airbnb Þjónusta

GreenKey – Airbnb Þjónusta

 

Hvað er GreenKey – Airbnb þjónusta?

GreenKey sérhæfir sig í að þjónusta einstaklinga sem eru með íbúðir á Airbnb. Þar sem eftirspurn eftir gistingu er mikil með fjöldann allan af ferðamönnum sem hingað koma, eru tækifærin orðin mikil fyrir fólk á að þéna á íbúðum sínum í skammtímaleigu. Hjá GreenKey eru fjölbreyttir möguleikar í boði og hægt að sníða þjónustuna að hverjum og einum viðskiptavin. Viðskiptavinir okkar geta valið um GreenKey Frelsi þar sem við sjáum um allt umstangið í kringum Airbnb, móttöku og/eða þrif. Jafnframt hjálpum við einstaklingum við að koma sér af stað á Airbnb með ljósmyndun, skráningu og ýmsum fleiri þáttum.

Eigendur GreenKey eru þeir Guðmundur Árni Ólafsson og Hermann Guðmundsson, sem báðir hafa mikla reynslu úr ferðaþjónustu. Guðmundur hefur mikið starfað í kringum hótelrekstur og Hermann sem leiðsögumaður.GreenKey - Airbnb þjónusta

 

GreenKey Frelsi

Þegar viðskiptavinir okkar velja GreenKey Frelsi fer eignin alfarið í okkar umsjá og geta eigendur hennar verið áhyggjulausir á meðan hún vinnur fyrir þá. Þannig er sú Airbnb þjónusta tilvalin fyrir þá sem t.d. vilja ferðast, fara í langt frí, eða eiga eign sem stendur tóm. Við byrjum á því að aðstoða viðskiptavini að fá viðeigandi leyfi, skrá eignina á Airbnb og taka ljósmyndir af henni. Því næst er opnað fyrir bókanir og gestir geta byrjað að koma. Eigendur íbúðana geta svo fylgst með gangi mála á Airbnb reikningi sínum vilji þeir það. Við sjáum svo um öll samskipti við gesti, tökum á móti þeim og erum til staðar á meðan dvöl þeirra stendur. Þegar gestirnir fara þrífum við íbúðina og gerum hana klára fyrir næstu gestakomu.

Þegar viðskiptavinir setja eignina sína í okkar umsjá geta þeir valið um hversu lengi þeir vilja það. Því lengur sem eignin er í okkar umsjá, því minni þóknun tökum við af þjónustunni:

  • 0-6 vikur = 35% þóknun
  • 6-12 vikur = 30% þóknun
  • 12 vikur + = 25% þóknun

 

 

14639652_371157219883437_5000019667559179211_nMóttaka

Ef viðskiptavinir vilja fá GreenKey til að sjá einungis um móttöku bjóðum við líka upp á það. Rétt áður en gestirnir koma verðum við í sambandi við þá til að aðstoða þá við að finna eignina og vita nákvæmlega hvenær þeir koma. Við sjáum til þess að gestir séu með húsreglurnar á hreinu þegar þeir koma, svörum öllum spurningum sem gætu komið og gefum þeim ráð um hvað þeir geta gert.

GreenKey þarf að hafa lykla að íbúðinni og hægt er að koma lyklum til okkar, eða að við sækjum þá í hvert skipti fyrir móttöku. Ef þú óskar þess að vera með okkur í fleiri en eina móttöku getum við geymt lykla af íbúðinni. Móttaka, ef komið er með lyklana til okkar, kostar 4000 krónur (+vsk) og ef við sækjum lykilinn kostar hún 6000 kr (+vsk) skiptið.

 

Þrif

GreenKey sér til þess að gestirnir þínir komi að tandurhreinni íbúð. Hrein íbúð er einn mikilvægasti þátturinn í upplifun gesta á meðan dvöl stendur. Við tökum að okkur hefðbundin þrif og einnig heimilisþrif, þar sem íbúðin er tekin rækilega í gegn. Einnig getum við þvegið þvott sé þess óskað og kostar það 1500 kr aukalega á hvern einstakling (1 lak, 1 sænguver, 1 koddaver og 2 handklæði). Til þess að sjá verðskrá okkar fyrir hefðbundin þrif er hægt að smella hér. Athugið að hægt er að panta móttöku og þrif, sé þess óskað.

 

Byrjendapakkarnir

Við bjóðum upp á tvo byrjendapakka til þess að koma fólki af stað á Airbnb, byrjendapakki 1 og 2. Byrjendapakki 2 er örlítið umfangsmeiri en númer 1. Báðir eiga það sameiginlegt að ljósmyndir eru teknar af íbúðinni, hún skráð á Airbnb, heimagisting skráð og hægt er að fá rekstrarvörur á afslætti. Nánar um byrjendapakkana sem við bjóðum upp á má sjá hér.

No Comments

Post A Comment