GreenKey – Airbnb þjónusta. Hvers vegna að setja eignina þína í okkar umsjá?

GreenKey – Airbnb þjónusta. Hvers vegna að setja eignina þína í okkar umsjá?

GreenKey – Airbnb þjónusta

 

6 Ástæður fyrir því að láta GreenKey sjá um þína Airbnb eign

 

logo2

 

1. Reynsla og þekking

Við höfum reynslu og þekkingu á flestum sviðum ferðaþjónustunnar. Sumarið 2016 stofnuðum við GreenKey – Airbnb þjónusta til þess að nýta okkar þekkingu í að þjónusta fólk sem á íbúðir á Airbnb. Við höfum sett okkur djúpt inn í hlutina og hjálpað eigendum íbúða að fá ánægða gesti í lok dvalar. Þess má geta að GreenKey er komið með titilinn ”SuperHost”, en það fá aðeins þeir sem eru með afburða þjónustu fyrir gesti á Airbnb.

Airbnb þjónusta

 

2. Tækifæri

Áætlað er að fjöldi ferðamanna verði um 2,3 milljónir á árinu. Meðalnýting á gistinótta á hótelum hefur aukist um 20% frá því 2011. Hótelherbergjum hefur fjölgað um helming en fjöldi ferðamanna hefur þrefaldast síðan þá. Hótel á höfuðborgarsvæðinu ná ekki að anna hraðri fjölgun ferðamanna sem hefur skapað skilyrði fyrir vöxt annarsstaðar eins og t.d. á Airbnb. Því má segja að eftirspurnin sé töluverð og ekki er að sjá að hún muni minnka á næstunni. Tækifærin í að þéna vel á skammtímaleigu eins og á Airbnb eru þar af leiðandi töluverð.

 

3. Meiri tími fyrir þig

Að skrá og reka Airbnb reikning getur tekið mun meiri tíma en þér dettur í hug, sérstaklega í byrjun. Þrátt fyrir að með reynslunni veistu hvernig hlutirnir virka að þá geturu alltaf búist við neyðartilfellum og þar af leiðandi þarftu alltaf að vera til staðar fyrir gestina. Hefuru þann tíma og sveigjanleika sem þarf til að ná árangri á Airbnb? Ef þú hefur það ekki, en vilt skrá þína eign á Airbnb getur GreenKey tekið að sér heildarþjónustu fyrir þig og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af neinu. Útleiga á Airbnb er tímafrekt ferli!

 

4. Ánægja (gestir og eigendur)

Allir gestgjafar sem við höfum verið með í þjónustu hafa verið ánægðir með okkar verk. Hið sama má segja um gestina sem dvelja í íbúðunum sem er í okkar umsjá, en þeir hafa nær undantekingarlaust gefir okkur góða umsögn. Eins og áður nefnt segir ”SuperHost” titilinn allt sem segja þarf.

 

5. Öryggi

Gesturinn þinn er í góðum höndum á meðan hann dvelur í eign sem er í okkar umsjá. Ef eitthvað bjátar á, erum við tilbúnir til að leysa úr vanda gestsins allan sólarhringinn.

 

6. Einfalt

Að láta okkur sjá um þína eign er einfaldur og góður kostur. Þú getur haft samband við okkur í síma 519-8989 eða á info@greenkey.is, fengið okkur til að skrá eignina á Airbnb og taka ljósmyndir af henni. Svo komum við til með að sjá um allt ferlið, þ.e. frá því að gesturinn sendir inn bókunarfyrirspurn og þangað til hann fer. Á meðan getur þú verið áhyggjulaus.

 

 

Verðskrá og nánari upplýsingar um GreenKey  Airbnb þjónusta, má finna á með því að smella hér.

Tags:
,
No Comments

Post A Comment